Aurskriða féll á friðlýsta skrúðgarðinn Skrúð í Dýrafirði
Aurskriða féll á skrúðgarðinn Skrúð í Dýrafirði á dögunum. Sem betur fer urðu ekki miklar skemmdir á garðinum sjálfum en aur og grjót barst þó inn um hlið garðsins. Skriðan lenti að mestu á grjótgarðinum umhverfis hann að sögn Laura Alice Watt, ábúanda á svæðinu. Þrátt fyrir að náttúruhamfarir á borð við skriðuföll hafi ávallt verið fylgifiskur búsetu hér á landi er ljóst að loftslagsbreytingar valda því að atburðir sem þessir eru algengari en áður fyrr.
© Laura Alice Watt.
Skrúður er skrúðgarður sem ber einkenni klassískra garða í Evrópu frá 16. og 17. öld og telst garðurinn einstakt mannvirki á íslenskan mælikvarða. Hann á sér merkilega sögu, m.a. sem fyrsti kennslugarðurinn löngu áður en slíkar hugmyndir höfðu skotið rótum hér á landi. Vinna við gerð hans hófust árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett árið 1908. Skrúður var friðlýstur fyrir rúmu ári síðan, þann 9. október. Náttúruöflin virða hins vegar ekki friðhelgi friðlýstra menningarminja eins og þessi atburður sýnir.
© Laura Alice Watt.