Fara í efni

Breyttar reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði


Vakin er athygli á því að reglum um úthlutun styrkja úr húsafriðunarsjóði hefur verið breytt lítillega. Breytingin felst í því að nú er heimilt, vegna sérstakra aðstæðna, að veita frest til greiðslu styrks til loka næsta árs á eftir úthlutun, enda hafi borist formleg beiðni þess efnis frá styrkþega til Minjastofnunar Íslands fyrir lok úthlutunarárs. Í eldri reglum var einungis heimilt að fresta greiðslu til 1. júní á næsta ári eftir úthlutun og er þessi breyting talin til mikilla bóta fyrir styrkþega.
Húsafriðunarnefnd samþykkti þessa breytingu á reglunum á fundi sínum 30., maí 2014 og voru þær staðfestar af forsætisráðherra sama dag.