Fara í efni

Flateyjarkirkja á Skjálfanda friðuð


Á fundi Húsafriðunarnefndar 15. maí 2012var samþykkt að Flateyjarkirkja á Skjálfanda skuli sett á skrá nefndarinnar yfir friðuð hús, skv. 6. gr. laga um húsafriðun nr. 104/2001.

Kirkja var byggð árið 1894 að Brettingsstöðum í Flateyjardal. Árið 1955 var Brettingsstaðasókn sameinuð Húsavíkurprestakalli og var þá afráðið að taka kirkjuna ofan og flytja hana út í Flatey. Þar var hún vígð eftir endurreisn og að byggð hafði verið við hana forkirkja og turn, árið 1960. Þar sem kirkjuskipið var byggt upp af sömu viðum er álitið að Flateyjarkirkja skuli vera friðuð samkvæmt aldursákvæði laga um húsafriðun.


Sjá nánar um sögu kirkjunnar hér.