Fornleifarannsóknir á Vestfjörðum
Laugardaginn 8. ágúst n.k. munu þau Einar Ísaksson, minjavörður Vestfjarða, og Gunnþóra Guðmundsdóttir, arkitekt, taka þátt í málstofu um fornleifarannsóknir á Vestfjörðum, sem haldin verður á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Einar mun fjalla um störf minjavarða en fyrirlestur Gunnþóru nefnist "Hið byggða landslag".
Nánari upplýsingar um málstofuna má sjá hér.