Franski sendiherrann í heimsókn á Minjastofnun Íslands
Fundargestir. Frá vinstri: Karl Kvaran arkitekt hjá SP(R)INT STUDIO, Renaud Durville menningarfulltrúi Franska sendiráðsins, Guillaume Bazard sendiherra Frakklands, Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, Þór Hjaltalín sviðstjóri Minjavarða, Agnes Stefánsdóttir sviðstjóri Rannsóknar- og miðlunarsviðs og Gísli Óskarsson sviðstjóri lögfræðisviðs.
Fimmtudaginn 31. október mætti sendiherra Frakklands Guillaume Bazard og menningarfulltrúi sendiráðsins Renaud Durville, á aðalskrifstofu Minjastofnunar Íslands á Suðurgötu í Reykjavík. Sendiherrann hafði óskað eftir fundi til að fræðast um starfsemi stofnunarinnar og menningarminjar á Íslandi. Á fundinum var einnig rætt um rekstur minjastaða, uppbyggingu og viðhald á þeim sem og fjármögnun fornleifarannsókna á Íslandi og í Frakklandi. Sendiherrann fór vel yfir fyrirkomulag þessara mála í Frakklandi og var afar gagnlegt að bera það saman við fyrirkomulagið hér á landi.
Við þökkum Guillaume Bazard og Renaud Durville innilega vel fyrir góða heimsókn.