Fundargerð 1. fundar húsafriðunarnefndar 2013
er komin á vefinn. Hana má lesa hér.
Í 9. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 segir um húsafriðunarnefnd:
Húsafriðunarnefnd hefur eftirfarandi hlutverk:
a. að vinna að stefnumörkun um verndun byggingararfs ásamt Minjastofnun Íslands,
b. að fjalla um tillögur stofnunarinnar um friðlýsingu húsa og mannvirkja, afnám friðlýsingar, breytingar á friðlýstum húsum og mannvirkjum eða förgun þeirra samkvæmt ákvæðum laga þessara áður en þær eru sendar ráðherra,
c. að setja húsafriðunarsjóði úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir,
d. að veita umsögn um styrkumsóknir úr húsafriðunarsjóði,
e. að sinna öðrum verkefnum sem henni kunna að vera falin samkvæmt lögum.
Forstöðumenn Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands sitja fundi húsafriðunarnefndar stöðu sinnar vegna.
Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði húsafriðunarnefnd frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2016 samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 sem tóku gildi 1. janúar 2013.
Magnús Skúlason formaður, skipaður án tilnefningar
Margrét Leifsdóttir varaformaður, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Gunnþóra Guðmundsdóttir tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands
Pétur Ármannsson tilnefndur sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS
Hanna Rósa Sveinsdóttir skipuð án tilnefningar.
Varamenn eru:
Snorri Freyr Hilmarsson skipaður án tilnefningar
Sigríður Sigurðardóttir skipuð án tilnefningar
Margnús Karel Hannesson tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Sigurður Einarsson tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
Sigríður Björk Jónsdóttir tilnefnd sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS