Fara í efni

Ganga um Laugarneshverfið í Reykjavík í tilefni Evrópsku menningarminjadaganna

Laugarneshverfi Evrópsku menningarminjadagarnir 2017
Laugarneshverfi Evrópsku menningarminjadagarnir 2017

Í tilefni af Evrópskum menningarminjadögum efna Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn til gönguferðar um Laugarneshverfið laugardaginn 7. október, í samstarfi við Ferðafélag Íslands.

Ferðin hefst kl. 11 á bílastæði Íslandsbanka á Kirkjusandi.  

Laugarneshverfið er elsta úthverfið í Reykjavík. Þar fór að myndast byggð á þriðja áratug 20. aldar en Laugarnesið á sér mun lengri sögu. Sagt verður frá þróun byggðarinnar, fiskverkun á Kirkjusandi og upphafi byggðar á Teigunum.

Leiðsögumenn verða Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Helga Maureen Gylfadóttir og Pétur H. Ármannsson. 

 Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 

 

Menningaminjadagar Evrópu er haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem eiga hlut að Menningarsáttmála Evrópu, allt frá Aserbæsjan í austri, Tyrklandi í suðri, Portúgal í vestri og Íslands í norðri. Markmið menningardaganna er að vekja athygli á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna.