Gljúfrasteinn friðaður
Með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun friðaði mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, Gljúfrastein í Mosfellsbæ, 7. júní 2010, að fenginni tillögu Húsafriðunarnefndar.
Friðunin nær til ytra byrðis hússins.
Gljúfrasteinn var heimili rithöfundarins Halldórs Laxness frá byggingu hússins 1945 til dánardags skáldsins 8. febrúar 1998, nú varðveitt sem safn í minningu hans. Húsið hannaði Ágúst Pálsson arkitekt. Það hefur gildi sem dæmi um verk höfundarins og þróun funksjónalismans á 5. áratug 20. aldar. Húsið er einnig athyglisvert vegna samspils þess við náttúru og staðhætti.