Fara í efni

Jarðfundinn gripur til sýnis á Minjastofnun

Minjastofnun Íslands barst í gær gripur sem fannst við vegaframkvæmdir á Suðurlandi. Um er að ræða sverð af víkingaaldargerð sem er mjög heillegt. Áhugasamir geta komið og skoðað gripinn í höfuðstöðvum Minjastofnunar í Reykjavík, Suðurgötu 39, í dag á milli kl. 13.30 og 15.30. Eftir það verður gripnum skilað til Þjóðminjasafns Íslands en þangað eiga allir jarðfundnir gripir að fara til geymslu samkvæmt lögum.