Krýsuvíkurkirkja eyðilagðist í eldsvoða
aðfararnótt 2. janúar s.l. Kirkjan hefur því verið tekin af skrá yfir friðuð hús á Íslandi.
Kirkjan var reist árið 1857 og var hún því friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Hönnuður kirkjunnar var Beinteinn Stefánsson smiður og bóndi í Arnarfelli. Kirkjan var afhelguð árið 1929 og breytt í íbúðarhús. Húsinu var breytt aftur í kirkju og endurbyggð árunum 1963-1964. Breytingar hannaði Sigurbent G. Gíslason trésmiður. Kirkjan hafði verið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1964.