Fara í efni

Laufásvegur 7 í Reykjavík friðaður

Laufasvegur7
Laufasvegur7

 

Að fenginni tillögu Húsafriðunarnefndar hefur menntamálaráðherra ákveðið að friða húsið Þrúðvang að Laufásvegi 7 í Reykjavík.  

Friðunin nær til ytra byrðis og útskorinna hurða og lágmynda í stofum hússins ásamt aðalhurð og stiga.

Árið 1918 fékk frú Margrét Zoëga Jens Eyjólfsson forsmið til að hanna og byggja hús sitt að Laufásvegi 7 í Reykjavík, sem hún kallaði Þrúðvang. Allt ber húsið höfundi sínum gott vitni um fágaða hönnun og frágang auk þess sem varðveislugildi þess fellst í byggingarefninu, sem var tilhöggið grágrýti. Margrét fékk Ríkharð Jónsson útskurðarmeistara og Gunnlaug Blöndal til að skreyta húsið, meðal annars með útskurði á stofuhurðum, lágmyndum ofan við þær og fagurlega útskorinni aðalhurð. Útskurður yfir stofudyrum hefur ýmsar trúarlegar tilvitnanir, bæði í kristni og heiðni.