Fara í efni

Laugarneskirkja, Reykjavík, friðuð

 

LaugarneskirkjaMeð vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun friðaði menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, Laugarneskirkju við Kirkjuteig í Reykjavík, 16. nóvember, að fenginni tillögu Húsafriðunarnefndar.

Friðunin nær til ytra byrðis kirkjunnar.

Guðjón Samúelsson arkitekt hófst handa við að teikna kirkjuna árið 1940 og var hún vígð 1949. Laugarneskirkja er einstaklega stílhrein og falleg bygging og markar upphafið í lokaskeiði Guðjóns sem arkitekts.  Undir áhrifum funkisstefnunnar sleppir hann öllu skrauti þó segja megi að hamrastíls hans gæti enn, því stöllunin í turni kirkjunnar minnir á stuðlaberg.