Málþing 16. mars kl. 14:00: Að gera upp hús
Húsverndarstofa stendur fyrir málþingi um viðhald og endurbætur eldri húsa
föstudaginn 16. mars kl. 14:00 í Árbæjarsafni
Öll hús þarfnast viðgerðar og viðhalds. Að gera upp hús er fag og krefst ígrundunar. Á málþinginu verður fjallað um aðferðir við viðhald og endurbætur eldri húsa. Tveir reyndir arkitektar og húseigandi fjalla um nálgun sína og reynslu af vinnu við eldri hús. Á eftir verður boðið upp á pallborðsumræður með frummælendum, forstöðumanni Húsafriðunarnefndar og formanni Torfusamtakanna.
Húsverndarstofa verður opin frá frá kl. 13:30 og þar verður boðið upp á kaffi áður en málþingið hefst. Húsverndarstofa í Árbæjarsafni er samvinnuverkefni Húsafriðunarnefndar, Iðunnar fræðsluseturs og Minjasafns Reykjavíkur og er fræðslustofa um viðhald og endurbætur eldri húsa. Í Húsverndarstofu er safn bóka um viðhald húsa og sýnishorn af hlutum sem enn eru í framleiðslu og henta í gömul hús. Alla miðvikudag milli 16:00 og 18:00 er þar endurgjaldslaus ráðgjöf arkitekta með mikla reynslu af viðgerðum eldri húsa.
Dagskrá:
13:30 Byggingartæknisýningin og Húsverndarstofan opin.
14:00 Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður setur málþingið.
14:10 Stefán Örn Stefánsson arkitekt :Fyrir og eftir.
14:40 Jon Nordsteien arkitekt: Að lesa hús.
15:10 Kaffihlé
15:25 Vigdís Hrefna Pálsdóttir húseigandi: Úr greni í gull.
15:55 Fyrirspurnir og umræður á pallborði:
Nikulás Úlfar Másson forstöðumaður Húsafriðunarnefndar
Snorri Freyr Hilmarsson formaður Torfusamtakanna
Stefán Örn Stefánsson arkitekt
Jon Nordsteien arkitekt
Vigdís Hrefna Pálsdóttir húseigandi
Ólafur Ástgeirsson sviðstjóri Bygginga- og mannvirkjasviðs Iðunnar
17:00 Málþingslok
Fundarstjóri er Ólafur Ástgeirsson sviðstjóri Bygginga- og mannvirkjasviðs Iðunnar sem stýrir pallborðsumræðum.
Málþingið er öllum opið án endurgjalds.
Iðan – fræðslusetur, Húsafriðunarnefnd , Árbæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur