Fara í efni

Menningarminjadagar 2016

Menningarminjadagar eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu, allt frá Aserbæsjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna. Þema ársins 2016 er „Minjar og mannlíf“. Nánar má fræðast um viðburði í einstökum löndum hér.

Laugardaginn 17. september n.k. verður blásið til menningarminjadags hér á landi og boðið verður upp á fjölbreytta viðburði víðs vegar um land, sem tengjast á einn eða annan hátt mannlífi og sögu fyrri tíma. Allir viðburðirnir eiga það sameiginlegt að vera í höndum fyrirmyndaraðila sem starfa með menningarminjar. Einn atburðanna verður sunnudaginn 16. október.


Eftirtaldir viðburðir verða í boði þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir hjartanlega velkomnir:

Austurland – Djúpavogshreppur – Teigarhorn:

Leiðsögn um Teigarhorn

Landvörður á Teigarhorni býður gestum í fræðslugöngu um fólkvanginn. Gangan hefst kl. 10:00 ogLeiðsögn um Teigarhorn tekur um það bil tvo klukkutíma. Allir ættu að geta gengið með því göngustígurinn er nokkuð góður og slegin tún í kringum hann.

Árið 2015 voru 66 fornleifar skráðar á Teigarhornsjörðinni. Genginn verður hringur á svæðinu þar sem fjallað verður um nokkrar fornleifar og nýtingu þeirra. Fornleifaskráningin verður með í för og myndir og uppdrættir sýndir af minjunum. Í lok göngu verður stoppað hjá Weywadtshúsi sem er í eigu Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands og sagt verður frá ábúendum og sögum tengdum þeim. Áhugasamir geta svo fengið að skoða geislasteinasafnið að Teigarhorni eftir göngu.

 

Kópavogur:

Leiðsögn og grill í Kópavogi

Síðsumarsganga umhverfis- og samgöngunefndar í samvinnu við Sögufélag Kópavogs verður farin fráLeiðsögn og grill í Kópavogi gamla Kópavogsbænum laugardaginn 17. september. Gangan hefst við Kópavogsbæinn kl. 11:00, gengið verður yfir Kópavogstúnið að Þinghól og Kópavogsleirunni. Göngunni lýkur við Kópavogshælið með myndasýningu og grilli.

Staðkunnugir munu leiða gönguna.

Gestir eru hvattir til að koma gangandi eða hjólandi en bílastæði eru við Fífuhvamm og Kópavogsgerði.

 

Norðurland eystra – Laugar í Þingeyjarsveit

Örnefni – gildi þeirra í fortíð og framtíð

Urðarbrunnur - menningarfélag og Hið þingeyska fornleifafélag bjóða til kynningarfundar um örnefniÖrnefndi - gildi þeirra í fortíð og framtíð og gildi þeirra í fortíð og framtíð í Seiglu - miðstöð sköpunar á Laugum í Þingeyjarsýslu laugardaginn 17. september klukkan 15:00.

Fjallað verður um þann menningararf sem örnefnin eru og hvernig megi nýta þau til þess að kasta ljósi á söguna og sem mögulegan valkost í menningartengdri ferðaþjónustu með það að markmiði að létta ánýðslu á helstu náttúruperlur landsins. Kynnt verður verkefni sem lítur að merkingu örnefna í skráningargrunn Landmælinga Íslands og möguleg notkun þeirra upplýsinga á ferðalögum um landið.

 

Norðurland vestra – Ólafslundur í Vatnsdal – Athugið dagsetningu: 16. október kl. 14:00

Vígsla sögu- og minjakorts í Ólafslundi í Vatnsdal

Í vetur hefur verið unnið að gerð myndarlegs skiltis sem fyrirhugað er að setja upp í Ólafslundi íVígsla sögu- og minjakorts í Vatnsdal Vatnsdal. Er þar um að ræða landakort með upplýsingum um helstu sögu- og minjastaði í Vatnsdal og nálægum byggðum í Húnaþingi. Kortið er hugsað sem nokkurs konar lykill fyrir ferðamenn að þessu söguríka héraði og er ekki síst ætlað að styðja við söguslóðaverkefnið „Á slóð Vatnsdælasögu“ sem unnið hefur verið að undanfarin ár í héraðinu. Þann 16. október 2016 kl. 14:00 verður skiltið vígt í Ólafslundi með formlegum hætti og mun Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra segja frá áhugaverðum stöðum sem fjallað er um á skiltinu og leiða gesti með sér á valinn minjastað til frekari könnunar.

  

Suðurland – Eyrarbakki

Söguganga um Eyrarbakka

Sögufélag Árnesinga býður upp á sögugöngu um Eyrarbakka með Magnúsi Karel HannessyniSöguganga um Eyrarbakka laugardaginn 17. september kl. 14. Saga Eyrarbakka nær aftur til landnáms og verður stiklað á stóru í þeirri löngu sögu í stuttri gönguferð um hluta þorpsins. Fjallað verður um mikilvægi Eyrarbakka sem aðalhafnar Sunnlendinga um aldir, um verslunina sem spratt upp af höfninni, þéttbýlismyndunina og sögu einstakra húsa sem á vegi verða. Lagt verður af stað frá félagsheimilinu Stað.

 

Suðurnes – Grindavík

Tyrkjabyrgin í Eldvörpum

Minja- og sögufélag Grindavíkur stendur fyrir göngu um Eldvörp. Þar verða skoðaðar merkilegarTyrkjabyrgin í Eldvörpum fornleifar og ber hæst Tyrkjabyrgin svonefndu, sem eru 10 tóftir í hraunkrika sunnan undir og ofan á Sundvörðuhrauni. Tóftirnar fundust fyrir tilviljun veturinn 1872, en elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen sem skoðaði þær árið 1883. Tyrkjabyrgin eru allmikil mannvirki, misstór en stærsta tóftin er um það bil 4 x 1,5 m að ummáli. Engar heimildir hafa fundist um þessar rústir og hafa því verið uppi getgátur um tilvist þeirra.

Mæting er laugardagsmorguninn 17. september kl. 10 við Geo Hotel í Grindavik.

 

Strandir – Hólmavík

Samskipti Baska og Íslendinga

Laugardaginn 17. september heldur Magnús Rafnsson fyrirlestur í Strandagaldri, Höfðagötu 8-10 áSamskipti Baska og Íslendinga Hólmavík, klukkan 20:00 um vangaveltur sínar varðandi samskipti Baska við Íslendinga.

Ýmislegt kemur upp í hugann varðandi þennan efnivið þó íslenskar heimildir séu takmarkaðar. Það sem vitað er tengist að mestu leyti hvalveiðum, en á milli línanna má samt lesa eitt og annað. Það er næsta víst að verslun fór fram milli heimamanna og hvalfangaranna en spurning er hvernig ungum stúlkum í Árneshreppi leist á blikuna þegar 85 ungir menn settust að í samfélaginu sumarlangt. Það sama á við þegar rúmlega 60 mönnum var dreift á bæi eftir skipsbrot og eitt dæmi er þekkt um slík ástarmál.

Fyrirlesturinn er hluti samvinnuverkefnis Baskavinafélagsins og aðila í Baskalandi sem halda upp á tengsl sín við Ísland á sama tíma.

 

Vesturland – Stykkishólmur

Eyrbyggjuslóðir

Minjavörður Vesturlands verður með leiðsögn um Eyrbyggjuslóðir. Komið verður saman áEyrbyggjuslóðir bílastæðinu við Helgafell kl. 13:00 og sagt frá sjáanlegum minjum úr Eyrbyggju og Þórólfs Mostraskeggs minnst. Margir ef helstu sögustöðum úr Eyrbyggju eru sjáanlegir frá Helgafelli.

Að því loknu verður farið að Berserkjagötunni og hún gengin meðan fjallað verður um Berserkina og þær minjar sem þeir skildu eftir sig.