Fara í efni

Menningarminjadagar Evrópu 2024 // The European Heritage Days

Menningarminjadagar Evrópu verða haldnir í september á Íslandi og þemað í ár er Leiðir, samskipti og tengingar (e. Routes, Networks & Connections). Við köllum eftir viðburðum sem gætu fallið undir þemað. Þeir geta verið af ýmsum toga, s.s. leiðsagnir, sýningar, stafræn miðlun, dans- og listviðburðir, útvarpsþættir eða hlaðvörp og svo mætti lengi telja. Þau sem hafa áhuga endilega hafið samband við Sólrúnu Ingu Traustadóttur, verkefnastjóra: solrun@minjastofnun.is
 
Nánar um menningarminjadagana og upplýsingabækling um þema ársins má finna hér: Samstarfsverkefni | Minjastofnun