Fara í efni

Menningarminjadagar Evrópu 2024 // The European Heritage Days 2024

Metaðsókn var í göngu um Laugarnesið þann 26. september en um 160 manns mættu og hlýddu á Þuru - Þuríði Sigurðardóttur, söng- og myndlistarkonu segja frá minjum og umhverfi á sínum heimaslóðum.
Metaðsókn var í göngu um Laugarnesið þann 26. september en um 160 manns mættu og hlýddu á Þuru - Þuríði Sigurðardóttur, söng- og myndlistarkonu segja frá minjum og umhverfi á sínum heimaslóðum.

Menningarminjadagar Evrópu 2024 fóru fram í september síðastliðnum þar sem þema ársins var leiðir, samskipti og tengingar. Alls tóku sjö skipuleggjendur þátt sem voru samanlagt með 14 viðburði er dreifðust yfir mánuðinn. Skipuleggjendur voru Borgarsögusafn Reykjavíkur (Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Landnámssýningin), Elliðaárstöð, Kirkjugarðar Reykjavíkur, Samband íslenskra listamanna, Skálholt, Skriðuklaustur og Þura – Þuríður Sigurðardóttir, söng- og myndlistarkona. Auk þeirra útbjó starfsmaður Minjastofnunar gönguleið um Þingmannaveg sem hægt er hlaða niður í snjall tæki (sjá hér: Gönguleið yfir Vaðlaheiði ). Það var vel mætt á alla viðburði en alls mættu tæplega 500 gestir á Menningarminjadagana að þessu sinni sem er metþátttaka síðan Ísland tók fyrst þátt í dögunum árið 2017.

Minjastofnun Íslands sendir innilegar þakkir til skipuleggjenda sem og sérfræðinga, leiðsögufólks og allra þeirra sem lögðu hönd á plóg í viðburðahaldi Menningarminjadagana árið 2024. Með von um áframhaldandi gott samstarf á næsta ári.

Hægt er að skoða viðburðina sem fóru fram undir Liðnir viðburðir í dagatali á heimasíðu stofnunarinnar: Liðnir viðburðir | Minjastofnun

Svipmyndir frá viðburðum