Fara í efni

Námskeið Hleðsluskólans sumarið 2010

 

Hleðsluskólinn og Íslenski bærinn munu í sumar (2010) standa fyrir fjölbreyttum námskeiðum í íslenskri hleðslutækni. Meginhluti námskeiðanna mun fara fram á torfbænum að Austur-Meðalholtum í Flóa og í nágrenni hans, en þar er jafnframt aðsetur Íslenska bæjarins.

HledsluskolinnBoðið verður upp á almenn grunnnámskeið, þar sem helstu aðferðir í hefðbundnum veggjarhleðslum verða skoðaðar í samhengi við sögu og samhengi torfbygginga auk verklegrar þjálfunar í gerð veggja með torfi og grjóti.Islenski-baerinn

Í sumar og haust verður einnig boðið upp á lengri eða styttri sérsniðin námskeið og/eða fyrirlestra um íslenskan torfbæjararf fyrir tiltekna hópa.

Slík námskeið/fyrilestra er æskilegt að bóka með minnst 10 daga fyrirvara.

Fyrstu námskeiðin hefjast helgina 15-16. maí.

Frekari upplýsingar veitir Hannes Lárusson í síma 694 8108 eða <http://www.islenskibaerinn.com>