Ráðningar í þrjú störf
Þrjár stöður voru auglýstar lausar til umsóknar hjá Minjastofnun Íslands í janúar. Um er að ræða stöðu fornleifafræðings á Sauðárkróki, stöðu arkitekts á Sauðárkróki og stöðu fornleifafræðings í Reykjavík. Umsóknarfrestur rann út 1. febrúar og bárust 13 umsóknir í heildina: tvær í stöður arkitekts á Sauðárkróki og samtals 11 í stöður fornleifafræðinganna. Lista yfir umsækjendur má finna hér: http://www.minjastofnun.is/um-stofnunina/frettir/nr/1427
Gengið hefur verið frá ráðningum í stöðurnar þrjár og voru eftirfarandi aðilar ráðnir:
Magnús Freyr Gíslason í stöðu arkitekts á Sauðárkróki
Guðmundur Stefán Sigurðarson í stöðu fornleifafræðings á Sauðárkróki
Ásta Hermannsdóttir í stöðu fornleifafræðings í Reykjavík
Vill stofnunin senda öllum þeim þakkir sem sendu inn umsóknir og komu í viðtöl.