Fara í efni

Samningar um átaksverkefni í skráningu strandminja

Á grundvelli tilboða sem bárust í átaksverkefni í skráningu strandminja hefur Minjastofnun Íslands ákveðið að semja við tvo aðila um skráningu á þeim þremur svæðum sem óskað var eftir tilboðum í.

Samið verður við Ragnar Edvardsson fornleifafræðing um skráningu á svæði 2 sem er á Snæfellsnesi, frá Ólafsvík að Hellnum og á svæði 3 sem er á Vestfjörðum, frá Þingeyri við Dýrafjörð að Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Samið verður við Fornleifastofnun Íslands ses um skráningu á svæði 1 sem er á Reykjanesi, frá Garðskaga að Reykjanestá.

Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna verði hafin á næstu vikum.