Samráðsfundur með fornleifafræðingum
Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands boða til samráðsfundar með fornleifafræðingum. Fundurinn verður haldinn þann 4. apríl kl. 10-12 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Meðal þess sem fjallað verður um er: Reglur um veitingu leyfa til fornleifarannsókna, leiðbeiningar um umhirðu gripa á vettvangi, og reglur Þjóðminjasafns Íslands um afhendingu gagna og gripa. Gagnlegt er að efna til samtals um þessi mál til að tryggja sem bestan árangur og varðveislu þeirrar þekkingar sem fornleifarannsóknir skapa. Við hvetjum alla hagsmunaaðila til að taka þátt.