Fara í efni

Starfsmenn Minjastofnunar á ráðstefnu EAC í Gdansk

Dagana 26. - 29. mars sóttu Agnes Stefánsdóttir sviðstjóri og Sólrún Inga Traustadóttir verkefnastjóri ráðstefnu og ársfund EAC (European Archaeological Council) í Gdansk í Póllandi. Þema ráðstefnunnar var fornleifafræðileg gagnasöfn, aðgengi og miðlun fundasafna í starfi minjavörslu. Dagskráin var þétt með fjölbreyttum erindum og áhugavert var að heyra hvernig staðið er að þessum málum í öðrum löndum og eins mikilvægt að mynda tengsl við aðra sérfræðinga á sviði minjavörslu.

Frá Þjóðminjasafni Íslands mættu þau Ármann Guðmundsson og Hrönn Konráðsdóttur, sérfræðingar fornminja og fluttu erindi um verklag varðandi gagnaskil úr fornleifauppgröftum á Íslandi og framtíðarsýn. Ísland var því með fjóra fulltrúa á ráðstefnunni að þessu sinni.

 

EAC eru samtök fyrir stofnanir Evrópu sem fara með stjórnsýslu fornleifa og á fundinum var Agnes kosin varaforseti samtakanna, auk þess að vera ritari. EAC vinnur að hinum ýmsu leiðbeiningaritum er varða fornleifar og fornleifarannsóknir og hefur Þór Hjaltalín, sviðstjóri minjavarða hjá Minjastofnun leitt vinnuhóp sem fjallað hefur um hvernig meta á gildi minjastaða. Yfirlitsrit um þá vinnu hefur verið gefin út í ritinu: Assessing Archaeological Significance: Key Concepts (EAC Guidelines 9). Í framhaldinu verður gefið út stærra rit um sama málefni og er þess að vænta síðar á árinu. Nýverið hefur EAC gefið út önnur rit sem hægt er að finna hér à EAC Guidelines | European Archaeological Council (EAC).

Heimasíða EAC, þar sem er m.a. að finna dagskrá ráðstefnunnar, fréttir og leiðbeiningarit ⇒ European Archaeological Council | EAC