Fara í efni

Styrkir til að vinna tillögur um verndarsvæði í byggð

Á síðasta ári tóku gildi ný lög um verndarsvæði í byggð (nr. 87/2015) og í júní á þessu ári var gefin út reglugerð með lögunum.

Í lok júní var auglýst eftir umsóknum frá öllum sveitarfélögum  um styrki til að undirbúa tillögur um verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laganna. Umsóknarfrestur var til og með 17. ágúst s.l. Alls bárust 22 umsóknir frá 19 sveitarfélögum. Alls sóttu sveitarfélögin um tæpar 172 milljónir til verkefnanna. 

Nú hefur Minjastofnun Íslands úthlutað 120.865.000 kr. til 21 verkefnis í sveitarfélögunum 19. Lista yfir verkefni og styrkupphæðir má sjá hér.