Fara í efni

Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2018

Minjastofnun Íslands og húsafriðunarnefnd hafa lokið yfirferð þeirra 252 umsókna um styrki úr húsafriðunarsjóði sem bárust stofnuninni þegar auglýst var eftir umsóknum s.l. haust.

Umsóknirnar skiptust þannig milli efnisflokka:

Friðlýstar kirkjur: 39

Friðlýst hús og mannvirki: 38

Friðuð hús og mannvirki: 118

Önnur hús og mannvirki: 39

Byggða- og húsakannanir: 6

Rannsóknir og önnur verkefni: 5

Verndarsvæði í byggð: 7

Nú reyndist unnt að veita 215 styrki, samtals að upphæð 340.720.000 kr., en sótt var um tæplega 775 millj. króna. Sjá nánar hér:  Úthlutun styrkja 2018