Tafir á úthlutun úr húsafriðunarsjóði
Fundi húsafriðunarnefndar sem fara átti fram í þessari viku (9. – 13. mars) hefur verið frestað. Á fundinum átti að ganga frá mati á umsóknum í húsafriðunarsjóð. Ástæða frestunarinnar er tvíþætt: annars vegar vegna neyðarstigs almannavarna sem lýst hefur verið yfir vegna útbreiðslu COVIC-19 og viðbragða Minjastofnunar þar að lútandi og hins vegar vegna þess að Fjársýsla ríkisins hefur ekki staðfest úthlutunarupphæð sjóðsins fyrir árið 2020.
Af þessum sökum verður seinkun á því að niðurstöður úthlutunar verði kynntar umsækjendum. Biðjumst við velvirðingar á þessum töfum og vonum að umsækjendur sýni þeim skilning.