Fara í efni

Tvö hús hafa bæst í hóp friðlýstra húsa

Hússtjórnarskólinn Hallormsstað inni
Hússtjórnarskólinn Hallormsstað inni

Með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga um menningarminjar, nr. 80/2012, hefur forsætisráðherra ákveðið að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands að friðlýsa Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað og sumarhúsið Ísólfsskála á Stokkseyri, sem byggt var fyrir Pál Ísólfsson dómorganista.


Friðlýsing Handverks- og hússtjórnarskólans nær til ytra borðs skólahússins ásamt upprunalegum innréttingum í vefstofu, skrifstofu skólastjóra, anddyri og svokallaðri Höll, sem er samkomustaður í miðju hússins. Undanþegnar friðlýsingu eru seinni tíma viðbyggingar og múrklæðning á útveggjum. 


Friðlýsing Ísólfsskála tekur til hússins í heild ásamt steinhlaðinna garða á lóðamörkum.