Fara í efni

Verkefni á 100 ára afmæli fullveldis Íslands

Minjastofnun Íslands hefur hlotið vilyrði fyrir einum af 100 verkefnastyrkjum afmælisnefndar 100 ára fullveldis Íslands. Verkefnið sem um ræðir er samstarfsverkefni Borgarsögusafns, Faxaflóahafna og Minjastofnunar Íslands og nefnist "Siglt á mið sögunnar". 

Verkefnið er hugsað til að minnast fullveldis Íslands og þess hlutverks sem Reykjavíkurhöfn lék í því að efla sjálfstæði landsins. Grundvöllur fullvalda ríkis er sjálfstæð samskipti við aðrar þjóðir. Markmið verkefnisins er að auka skilning almennings, barna og fullorðinna, á menningarlandslagi hafnarsvæðisins og setja það í samhengi við sögu Íslands og þróun Reykjavíkur, hafnarsvæðisins og íslensks samfélags á 20. öld. Gert verður app sem verður aðgengilegt almenningi honum að kostnaðarlausu. Tveir valkostir verða í appinu, annars vegar gönguleið og hins vegar fjársjóðsleit með það að markmiði að kynna söguna og menningarlandslags hafnarinnar. 

Stefnt er að því að opna appið í sumarbyrjun.

Nánari upplýsingar um verkefnin 100 sem fengu styrkvilyrði má finna hér .