Verkefnisstjóri Vettvangsakademíu á Hofstöðum í Mývatnssveit
Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf verkefnisstjóra við Hugvísindasvið, til að þróa og koma á fót vettvangsakademíu á Hofstöðum í Mývatnssveit. Verkefnið er samstarf Háskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Minjastofnunar Íslands og er styrkt af Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti undir merkjum Samstarfs háskólanna 2023. Um er að ræða fullt starf til eins árs.
Verkefnið felst í að setja á laggirnar fræðslu- og rannsóknastöð á Hofstöðum í Mývatnssveit sem verður miðstöð vettvangsrannsókna, vettvangsþjálfunar- og kennslu á sviði íslenskrar fornleifafræði og minjaverndar, og miðstöð hagnýtra rannsókna í þágu menningararfs ferðaþjónustu.
Frekari upplýsingar um starfið og umsókn má finna á starfatorgi, starfshlutfall er 100% og umsóknarfrestur er til og með 15.03.2024.