Fara í efni

Ýmis mannvirki sem tilheyra Elliðaárvirkjun hafa verið friðuð



Með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun friðaði mennta- og menningarmálaráðherra að tillögu Húsafriðunarnefndar eftirtalin mannvirki sem tilheyra Elliðaárvirkjun 14. júní 2012:

  • Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal (1920-21), Elliðavatnsstíflu (1924-28), Árbæjarstíflu (1920-29) og þrýstivatnspípu (lögð 1978 í stað pípu sem lögð var árið 1920).
  • Stöðvarstjórahús Elliðaárvirkjunar í Elliðaárdal (1921).
  • Smiðja/fjós í Elliðaárdal (1921).
  • Hlaða í Elliðaárdal (1932-33).
  • Straumskiptistöð/aðveitustöð í Elliðaárdal (reist 1937 eftir teikningum Sigurðar Guðmundssonar arkitekts, án síðari tíma viðbygginga).
  • Spennistöð við Bókhlöðustíg 2A.
  • Spennistöð við Vesturgötu 2.
  • Spennistöð við Klapparstíg 7E.

Saman eru þessi mannvirki öll sérlega góður vitnisburður um framfarahug þjóðarinnar í upphafi tuttugustu aldar og teljast því hafa mjög mikið gildi í menningar- og byggingasögu Reykjavíkur.