Expanding Horizons: Migrations, Landnám and Maritime Relations in the North Atlantic
Norska sendiráðið á Íslandi efnir til málstofu í Þjóðminjasafni miðvikudaginn 6. nóvember kl. 14:30. Minjavörður Vestfjarða, Lísabet Guðmundsdóttir, heldur þar erindi um árstíðubundna búsetu á Ströndum við upphaf byggðar. Auk hennar mun Bergsveinn Birgisson rithöfundur, fjalla um landnám Íslands og tengsl við Noreg út frá sjónarhóli ritheimildanna. Þá mun Morten Ramstad, deildarstjóri fornleifafræði við Háskólann í Bergen, flytja erindið Migration, settlement strategies and maritime relations in the North Atlantic during the Viking Age.
Rannsóknir á landnámsbyggð á Íslandi hafa lengst af einblínt á landbúnaðaruppbyggingu en rannsóknir fyrirlesara á málþinginu draga upp aðra og að mörgu leyti óvænta mynd. Þær afhjúpa mikilvægi gjöfulla strandsvæða og sjávarauðlinda. Veiðar á fiski, hvölum, fuglum og sel voru lífsnauðsynlegar lífsafkomu fólks á víkingaöld sem myndaði viðskipta- og tengslanet milli samfélaga á norðurslóð¹.
Ókeypis og öll velkomin!
Viðburðurinn á Facebook: Expanding Horizons: Migrations, Landnám, and Maritime Relations in the North Atlantic | Facebook
¹ Fengið af vef Þjóðminjasafns Íslands: Ekki er allt sem sýnist: fólksflutningar, landnám og mikilvægi sjávarauðlinda á víkingaöld. | Viðburðir framundan | Þjóðminjasafn Íslands