Fara í efni

Forna þjóðleiðin

Verið velkomin í fría leiðsögn um fornu þjóðleiðina í nágrenni Árbæjarsafns laugardaginn 28. september kl. 14:00. Sigurlaugur Ingólfsson, sagn- og fornleifafræðingur leiðir göngugesti. Gengið verður um gömlu þjóðleiðina milli býlanna Árbæjar og Ártúns í Elliðaárdal, eða svonefnt Reiðskarð. Sagt verður frá minnisverðum atburðum sem átt hafa sér stað um þessar slóðir og eftirminnilegum ábúendum og ferðalöngum.

Gangan hefst kl. 14:00 við afgreiðslu Árbæjarsafns. Gangan er ókeypis en mælt er með að fólk komi vel skóað og klætt eftir veðri. Athugið, að hluti göngunnar verður um óslétt land.

Viðburðurinn á Facebook ⇒  Forna þjóðleiðin