Menningarminjar – ganga í Hólavallagarði
4. september kl. 17:30-19:00
Menningarminjadagar Evrópu
Hólavallagarður, þjónustuhús við Ljósvallagötu
Kirkjugarðar Reykjavíkur bjóða upp á göngu í Hólavallagarði undir leiðsögn Heimis Janusarsonar umsjónarmanns garðsins. Í göngunni verður farið yfir sögu Hólavallagarðs og skoðuð verða minningarmörk er segja sögu um hugarfar hvers tíma. Skipulag garðsins verður skoðað í samhengi við borgarskipulag ásamt því að farið verður yfir gróðursögu garðsins og áhugaverð tré skoðuð. Síðast en ekki síst verður farið yfir tillögu um friðlýsingu á Hólavallagarði og hvaða áhrif það myndi hafa á garðinn og starfsemina í honum.
Gangan er ókeypis og hefst kl. 17:30 við þjónustuhús við Ljósvallagötu. Öll velkomin!