Fara í efni

Hjón og hús - áratugir í farsælu sambandi

Húsverndarstofa býður til fræðslufundar í Lækjargötuhúsi á Árbæjarsafni um hvernig gömul hús eru gerð upp. Til að segja okkur frá reynslu sinni koma þau Þórunn Elísabet Sveinsdóttir og Tómas Jónsson íbúar að Miðstræti 10 í Reykjavík. Frítt inn og öll velkomin!
 
Þetta sögufræga hús í Miðstræti 10 var teiknað og reist árið 1904 af Einari J. Pálssyni og er eitt af glæsilegri timburhúsunum í Reykjavík frá þessum tíma. Á því er mikið skraut og útskurður og ber það íslenskum aldamótasmiðum mjög gott vitni.
 
Hjónin Þórunn Elísabet Sveinsdóttir og Tómas Jónsson hafa áratuga reynslu af vinnu við varðveislu hússins og hafa gert húsið upp á einstakan hátt með ævintýralegu yfirbragði innanhúss. Það má sannarlega segja að húsið sé með sál.
 
Húsverndarstofa er fyrir húseigendur, iðnaðarmenn, arkitekta, námsmenn og allt áhugafólk um byggingarsögu og húsvernd. Að henni standa Iðan fræðslusetur, Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn Reykjavíkur.