Skálar og skip - Landnámssmiðja fyrir börn
21.-22. september
Menningarminjadagar Evrópu
Landnámssýningin, Aðalstræti 16
Verið velkomin á skemmtilega og ókeypis landnámssmiðju fyrir börn og fjölskyldur þeirra helgina 21. - 22. september í Landnámssýningunni, Aðalstræti 16 í Reykjavík. Opnunartími er 10:00 - 17:00. Settu saman landnámsskála, búðu til víkingaskip og klipptu út andlitsgrímur af grimmilegum og stórhættulegum víkingakörlum og víkingakonum.
Viðburðurinn á Facebook ⇒ Landnámssmiðja fyrir börn og fjölskyldur