Fara í efni

Minjar í skugga skógar: Áhrif skógræktar á minjar og menningarlandslag

Minjar í skugga skógar: Áhrif skógræktar á minjar og menningarlandslag

Birna Lárusdóttir og Ragnheiður Gló Gylfadóttir

Fornleifaskráning sl. áratugi hefur leitt í ljós fjölda minjastaða sem eru í hættu vegna skógræktar. Alls er nú áætlað að hér á landi séu um 40 þúsund hektarar af ræktuðum skógi og fyrirsjáanlegt að skógrækt aukist verulega á komandi árum, ekki síst með aukinni áherslu á kolefnisjöfnun.

Í yfirstandandi verkefni er lögð áhersla á að varpa ljósi á ástandið og setja fram tillögur að mati á áhrifum skógræktarinnar, bæði á stakar minjar og menningarlandslag.

Fjallað verður um bakgrunn verkefnisins og stöðu þess í dag og m.a. sagt frá norrænu samstarfsverkefni sem af því er sprottið.

Fyrirlesturinn er hluti af Nýjar rannsóknir í fornleifafræði 2025, fyrirlestraröð Félags fornleifafræðinga og námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 202 í Odda, Háskóla Íslands. Einnig verður hægt að fylgjast með í streymi hér: https://us02web.zoom.us/j/85215880089?pwd=NF05NwGJPG23v1TOCJh6kK6r0aY8dv.1