Moldvarpið - áttundi þáttur.
Moldvarpið er hlaðvarp um íslenska fornleifafræði þar sem þáttastjórnendurnir og fornleifafræðingarnir Arthur og Snædís kafa djúpt ofan í umræðuefni um fornleifar, menningu og sögu. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
Áttundi þáttur Moldvarpsins dettur inn á hlaðvarpsveiturnar fimmtudaginn 23. janúar og er ekki af verri endanum. Umfjöllunarefnið er fundur steinkistu Páls Jónssonar Skálholtsbiskups (d. 1211) sem talin var goðsögn eða með öllu týnd þar til hún fannst óvænt við fornleifarannsókn í Skálholti 1954. Hver var Páll biskup? Hvað fannst í kistunni? Af hverju var hann grafinn í 730 kg steinhnullungi? Hvernig týnist eða gleymist slík gröf? Þessar vangaveltur og margt margt fleira í þessum þætti Moldvarpsins. Komið ykkur vel fyrir, setjið heyrnatól í eyrun, popp í skál og njótið!