Fara í efni

Nýting, neysla og nægjusemi - fornleifafræði rusls

Nýting, neysla og nægjusemi - fornleifafræði rusls

Ágústa Edwald Maxwell

Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknarverkefnið Fornleifafræði rusls (e. Archaeology of Waste) sem styrkt var af Rannís og höfundur vann að við Háskóla Íslands á árunum 2019 - 2022. Niðurstöður verkefnsins verða teknar saman og kynntar.

Rannsóknin hefur varpað ljósi á hvernig rusl verður að heimild um fortíðina og hvaða þættir hafa áhrif á varðveislu þess og geymd. Þessi heimild sýnir skýrt breyttar neysluvenjur, nýtingu og (ó)nýtingu á hráefni og auðlindum samfara innreið nútímans og gefur jafnvel vísbendingu um hvernig beina mætti neyslu samfélagsins í átt að aukinni nægjusemi.

Fyrirlesturinn er hluti af Nýjar rannsóknir í fornleifafræði 2025, fyrirlestraröð Félags fornleifafræðinga og námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 202 í Odda, Háskóla Íslands.