SPEGILL FORTÍÐAR – SILFUR FRAMTÍÐAR
Fræðslufundur Vitafélagsins um sjókonur og verðbúðir.
SPEGILL FORTÍÐAR – SILFUR FRAMTÍÐAR
Þuríður formaður og Þuríðarbúð
Kona á buxum – Auður Styrkársdóttir
Þuríðar Einarsdóttur, öðru nafni Þuríður formaður, fæddist árið 1777 fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður síns en 17 ára varð hún háseti upp á fullan hlut hjá bróður sínum. Hún eyddi mestum hluta ævi sinnar á Stokkseyri og Eyrarbakka og var formaður á skipum í nærri þrjá áratugi. Fyrir jólin 2024 sendi Auður Styrkársdóttir frá sér skáldsöguna Kona á buxum sem er saga þjóðlífs, útgerðar og búskaparhátta í Flóanum á þar síðustu öld. Saga samfélags sem var hneppt í fjötra fátæktar og hungurs af völdum veðurlags og náttúruhamfara og innlendrar spillingar ráðamanna. En Þuríður formaður kvartaði aldrei - fyrr en undir lokin.
Auður Styrkársdóttir starfaði lengi sem blaðamaður, ritstjóri og kennari, var lengi forstöðukona Kvennasögusafns Íslands.
Þuríðarbúð - Lýður Pálsson, sagnfræðingu og safnstjóri við Byggðasafn Árnesinga
Þuríðarbúð er tilgátuhús reist til minningar um Þuríði Einarsdóttur af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949. Þuríðarbúð er í raun fyrsti safnvísirinn á Suðurlandi. Í erindi sínu mun Lýður fjalla um Þuríðarbúð og um sjóbúðir og sjósókn frá Loftsstaðasandi til Selvogs.