Þakviðgerðin á Landakotskirkju - hádegis erindi
26. nóvember kl. 12:00-13:00
Almennir viðburðir
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgata 41
Þriðjudaginn 26. nóvember mun Snædís Traustadóttir húsasmíðameistari og nemi í hefðbundnu byggingarhandverki við NTNU í Noregi segja frá þakviðgerðinni sem hún hefur fengist við síðastliðna mánuði á Landakotskirkju í Reykjavík. Landakotskirkja var reist á árunum 1925-1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Kirkjan er friðlýst og því að mörgu að huga er varðar viðhald, viðgerðir og varðveislu. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Íslandsdeildar ICOMOS í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl 12.00.
Öll velkomin og aðgangur ókeypis.