Um slóðir kóngafólks, útilegumanna og slóttugra ála
12. september kl. 17:00-18:00
Menningarminjadagar Evrópu
Rafstöðvarvegur 6, 110 Reykjavík
Í tilefni af Menningarminjadögum Evrópu 2024 sem haldnir eru í september býður Elliðaárstöð gestum og gangandi í leiðsögn um Elliðaárstöð og nágrenni fimmtudaginn 12. september, kl. 17:00 - 18:00, með Stefáni Pálssyni, sagnfræðingi.
Elliðaárdalurinn hefur að geyma ótal sögur tengdar samgöngum, skógrækt, íþróttum en síðast en ekki síst orkunýtingu. Stefán Pálsson sagnfræðingur leiðir fólk um Elliðaárstöð og nágrenni hennar um slóðir kóngafólks, útilegumanna og slóttugra ála.
Þátttaka er ókeypis en fólk er beðið um að klæða sig eftir veðri.
Verið öll velkomin!
Viðburðurinn á Facebook ⇒ Um slóðir kóngafólks, útilegumanna og slóttugra ála