Viðburður & opið hús í tilefni af 200 ára afmæli Hafnarstrætis 16
7. september kl. 13:00-17:00
Menningarminjadagar Evrópu
Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík
Í tilefni af 200 ára afmæli Hafnarstrætis 16 býður Samband íslenskra myndlistarmanna til afmælisfögnuðar með opnu húsi laugardaginn 7. september kl. 13:00 - 17:00. Þar gefst gestum tækifæri á að kynnast húsakynnum í Hafnarstræti 16 og fræðast um byggingu og viðhald eldri húsa í Reykjavík. Í tilefni af afmælinu verður einnig haldin myndlistarsýning sem mun taka yfir sýningarsal SÍM í Hafnarstræti ásamt því að virkja garðinn og bygginguna að utan með nýju útilistaverki eftir Rögnu Róbertsdóttur, Vikram Pradhan og gjörningi ásamt öðrum nýjum verkum eftir Curro Rodriguez. Unnið í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur og Reykjavíkurborg.
Frítt inn og öll velkomin!
Viðburðurinn á Facebook ⇒ Opið hús í Hafnarstræti 16