Vörðubrot og blásnar götur - málstofa um fornar ferðaleiðir tengdar klaustrinu á Skriðu
Í tilefni Menningarminjadaga Evrópu, sem hafa „leiðir, samskipti og tengingar“ sem tema þetta árið, boðar Gunnarsstofnun til lítillar málstofu á Skriðuklaustri um fornar ferðaleiðir til og frá Fljótsdal sem tengjast klaustrinu á Skriðu sem starfrækt var á 16. öld. Steinunn Kristjánsdóttir, doktor í fornleifafræði og stjórnandi fornleifarannsóknarinnar á Skriðuklaustri, mun segja frá sínum rannsóknum á þessum leiðum sem hún fjallaði m.a. um í bók sinni Sagan um klaustrið á Skriðu. Skúli Björn Gunnarsson mun segja frá leiðöngrum sem hann hefur farið til að staðsetja bæði leiðina suður yfir Vatnajökul til verstöðvarinnar Hálsahafnar í Suðursveit og verslunarstaðarins Gautavíkur í Berufirði. Gestum mun gefast kostur á að skoða þessar tvær leiðir að hluta til í sýndarveruleikagleraugum.
Öll velkomin á þennan ókeypis viðburð! Vonast er eftir frjórri umræðu um ferðaleiðir sem tengdu byggðir til forna og hvernig við getum varðveitt minjar og upplýsingar um þær. Málstofunni verður streymt á Youtube-rás Skriðuklausturs ⇒ Skriduklaustur - YouTube
Viðburðurinn á Facebook ⇒ Vörðubrot og blásnar götur - málstofa um fornar ferðaleiðir tengdar klaustrinu á Skriðu