Fara í efni

Húsafriðunarnefnd

Ráðherra skipar húsafriðunarnefnd til fjögurra ára í senn. Í nefndinni eiga sæti fimm fulltrúar. Arkitektafélag Íslands tilnefnir einn fulltrúa, Íslandsdeild Alþjóðaráðs um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS), Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) einn fulltrúa sameiginlega og Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir einn fulltrúa. Ráðherra skipar tvo fulltrúa án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður en varaformaður skal skipaður úr hópi nefndarmanna. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ekki er heimilt að skipa sama mann aðalmann lengur en tvö samfelld starfstímabil.

Forstöðumenn Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands sitja fundi húsafriðunarnefndar stöðu sinnar vegna.

Húsafriðunarnefnd er ráðgefandi nefnd sem hefur eftirfarandi hlutverk:

  • að vinna að stefnumörkun um verndun byggingararfs ásamt Minjastofnun Íslands
  • að fjalla um tillögur stofnunarinnar um friðlýsingu húsa og mannvirkja, afnám friðlýsingar, breytingar á friðlýstum húsum og mannvirkjum eða förgun þeirra samkvæmt ákvæðum laga þessara áður en þær eru sendar ráðherra
  • að setja húsafriðunarsjóði úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir
  • að veita umsögn um styrkumsóknir úr húsafriðunarsjóði
  • að sinna öðrum verkefnum sem henni kunna að vera falin samkvæmt lögum

Kostnaður af starfsemi húsafriðunarnefndar greiðist úr húsafriðunarsjóði.

Skipun húsafriðunarnefndar 2021 til 2025

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað húsafriðunarnefnd sbr. ákvæði 9. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Skipunartímabil er frá 1. maí 2021 til 30. apríl 2025:

  • Arnhildur Pálmadóttir formaður, skipuð án tilnefningar
  • Ágúst Hafsteinsson varaformaður, skipaður án tilnefningar
  • Sigbjörn Kjartansson tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
  • Magnús Karel Hannesson tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Helga Maureen Gylfadóttir tilnefnd sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS

Varamenn eru:

  • Hanna Rósa Sveinsdóttir skipuð án tilnefningar
  • Guðmundur Þór Guðmundsson skipaður án tilnefningar
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands
  • Margrét Þormar tilnefnd af Sambandi Íslenskra sveitarfélaga
  • Örlygur Kristfinnsson tilnefndur sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS

Húsafriðunarnefnd 2017 - 2021

Með bréfi dags. 28. mars 2017 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra húsafriðunarnefnd þannig frá 28. mars 2017 til 31. mars 2021:

  • Hanna Rósa Sveinsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar
  • Sigurður Einarsson, varaformaður, tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
  • Magnús Karel Hannesson tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Helga Maureen Gylfadóttir tilnefnd sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS
  • Oddur Kristján Finnbjarnarson skipaður án tilnefningar

Varamenn voru:

  • Þórður Þorvaldsson skipaður án tilnefningar
  • Ragnheiður Ríkharðsdóttir skipuð án tilnefningar
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands
  • Margrét Þormar tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Jón Sigurpálsson tilnefndur sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS

Húsafriðunarnefnd 2013 - 2016

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði húsafriðunarnefnd frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2016 samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 sem tóku gildi 1. janúar 2013. Með forsetaúrskurði 24. maí 2013 færðust málefni Minjastofnunar Íslands frá mennta- og menningarmálaráðuneyti til forsætisráðuneytis. Frá þeim tíma voru breytingar á skipan húsafriðunarnefndar gerðar af forsætisráðherra.

  • Magnús Skúlason, formaður, skipaður án tilnefningar
  • Magnús Karel Hannesson, varaformaður, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga (tók við að Margréti Leifsdóttur í janúar 2014)
  • Júlíana Gottskálksdóttir tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands (tók við af Gunnþóru Guðmundsdóttur í janúar 2014)
  • Jón Sigurpálsson tilnefndur sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS (tók við af Pétri H. Ármannssyni í september 2013)
  • Hanna Rósa Sveinsdóttir skipuð án tilnefningar

Varamenn voru:

  • Snorri Freyr Hilmarsson skipaður án tilnefningar
  • Sigríður Sigurðardóttir skipuð án tilnefningar
  • Margrét Þormar tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga (frá janúar 2014)
  • Sigurður Einarsson tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
  • Sigríður Björk Jónsdóttir tilnefnd sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS

Húsafriðunarnefnd 2010 - 2012

Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði húsafriðunarnefnd frá 1. janúar 2010 til næstu fjögurra ára að óbreyttum lögum. Þann 24. nóvember 2011 sagði Hjörleifur Stefánsson af sér sem formaður. Nýr formaður var skipaður í janúar 2012. Nefndin sat til 31. desember 2012, en ný lög um menningarminjar nr. 80/2012 tóku gildi 1. janúar 2013.

  • Páll V. Bjarnason, formaður (frá janúar 2012)
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir, varaformaður, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands
  • Margrét Leifsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Snorri Freyr Hilmarsson, skipaður án tilnefningar
  • Eva María Jónsdóttir, skipuð án tilnefningar

Varamenn voru:

  • Sigurður Einarsson, tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
  • Magnús Karel Hannesson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Júlíana Gottskálksdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Lilja Gunnarsdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Magnús Skúlason, skipaður án tilnefningar

Húsafriðunarnefnd 2005 - 2009

Með bréfi menntamálaráðuneytis 5. desember 2005 var húsafriðunarnefnd skipuð þannig frá 15. nóvember 2005 til 14. nóvember 2009:

  • Þorsteinn Gunnarsson, formaður, skipaður án tilnefningar
  • Pétur H. Ármannsson, varaformaður, tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
  • Einar Njálsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Nikulás Úlfar Másson, skipaður án tilnefningar
  • Guðmundur Þór Guðmundsson, skipaður án tilnefningar

Varamenn voru:

  • Gylfi Guðjónsson, tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
  • Ingunn Guðmundsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Júlíana Gottskálksdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Guðrún Kristinsdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Lýður Pálsson, skipaður án tilnefningar