Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr fornminjasjóði að fenginni umsögn fornminjanefndar. Styrkir úr fornminjasjóði eru ákveðnir í samræmi við úthlutunarreglur, sbr. 2. mgr. 8. gr.
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað fornminjanefnd sbr. ákvæði 8. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Skipunartímabil er frá 1. júlí 2021 til 30. júní 2025.
Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr húsafriðunarsjóði að fenginni umsögn húsafriðunarnefndar. Styrkir úr sjóðnum eru ákveðnir í samræmi við úthlutunarreglur nr. 577/2016
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað húsafriðunarnefnd sbr. ákvæði 9. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Skipunartímabil er frá 1. maí 2021 til 30. apríl 2025: