Húsafriðunarnefnd
Forstöðumenn Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands sitja fundi húsafriðunarnefndar stöðu sinnar vegna.
Húsafriðunarnefnd er ráðgefandi nefnd sem hefur eftirfarandi hlutverk:
- að vinna að stefnumörkun um verndun byggingararfs ásamt Minjastofnun Íslands
- að fjalla um tillögur stofnunarinnar um friðlýsingu húsa og mannvirkja, afnám friðlýsingar, breytingar á friðlýstum húsum og mannvirkjum eða förgun þeirra samkvæmt ákvæðum laga þessara áður en þær eru sendar ráðherra
- að setja húsafriðunarsjóði úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir
- að veita umsögn um styrkumsóknir úr húsafriðunarsjóði
- að sinna öðrum verkefnum sem henni kunna að vera falin samkvæmt lögum
Kostnaður af starfsemi húsafriðunarnefndar greiðist úr húsafriðunarsjóði.
Skipun húsafriðunarnefndar 2021 til 2025
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað húsafriðunarnefnd sbr. ákvæði 9. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Skipunartímabil er frá 1. maí 2021 til 30. apríl 2025:
- Arnhildur Pálmadóttir formaður, skipuð án tilnefningar
- Ágúst Hafsteinsson varaformaður, skipaður án tilnefningar
- Sigbjörn Kjartansson tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
- Magnús Karel Hannesson tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Helga Maureen Gylfadóttir tilnefnd sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS
Varamenn eru:
- Hanna Rósa Sveinsdóttir skipuð án tilnefningar
- Guðmundur Þór Guðmundsson skipaður án tilnefningar
- Gunnþóra Guðmundsdóttir tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands
- Margrét Þormar tilnefnd af Sambandi Íslenskra sveitarfélaga
- Örlygur Kristfinnsson tilnefndur sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS
Húsafriðunarnefnd 2017 - 2021
Með bréfi dags. 28. mars 2017 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra húsafriðunarnefnd þannig frá 28. mars 2017 til 31. mars 2021:
- Hanna Rósa Sveinsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar
- Sigurður Einarsson, varaformaður, tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
- Magnús Karel Hannesson tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Helga Maureen Gylfadóttir tilnefnd sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS
- Oddur Kristján Finnbjarnarson skipaður án tilnefningar
Varamenn voru:
- Þórður Þorvaldsson skipaður án tilnefningar
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir skipuð án tilnefningar
- Ólöf Guðný Valdimarsdóttir tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands
- Margrét Þormar tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Jón Sigurpálsson tilnefndur sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS
Húsafriðunarnefnd 2013 - 2016
Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði húsafriðunarnefnd frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2016 samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 sem tóku gildi 1. janúar 2013. Með forsetaúrskurði 24. maí 2013 færðust málefni Minjastofnunar Íslands frá mennta- og menningarmálaráðuneyti til forsætisráðuneytis. Frá þeim tíma voru breytingar á skipan húsafriðunarnefndar gerðar af forsætisráðherra.
- Magnús Skúlason, formaður, skipaður án tilnefningar
- Magnús Karel Hannesson, varaformaður, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga (tók við að Margréti Leifsdóttur í janúar 2014)
- Júlíana Gottskálksdóttir tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands (tók við af Gunnþóru Guðmundsdóttur í janúar 2014)
- Jón Sigurpálsson tilnefndur sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS (tók við af Pétri H. Ármannssyni í september 2013)
- Hanna Rósa Sveinsdóttir skipuð án tilnefningar
Varamenn voru:
- Snorri Freyr Hilmarsson skipaður án tilnefningar
- Sigríður Sigurðardóttir skipuð án tilnefningar
- Margrét Þormar tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga (frá janúar 2014)
- Sigurður Einarsson tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
- Sigríður Björk Jónsdóttir tilnefnd sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS
Húsafriðunarnefnd 2010 - 2012
Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði húsafriðunarnefnd frá 1. janúar 2010 til næstu fjögurra ára að óbreyttum lögum. Þann 24. nóvember 2011 sagði Hjörleifur Stefánsson af sér sem formaður. Nýr formaður var skipaður í janúar 2012. Nefndin sat til 31. desember 2012, en ný lög um menningarminjar nr. 80/2012 tóku gildi 1. janúar 2013.
- Páll V. Bjarnason, formaður (frá janúar 2012)
- Gunnþóra Guðmundsdóttir, varaformaður, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands
- Margrét Leifsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Snorri Freyr Hilmarsson, skipaður án tilnefningar
- Eva María Jónsdóttir, skipuð án tilnefningar
Varamenn voru:
- Sigurður Einarsson, tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
- Magnús Karel Hannesson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Júlíana Gottskálksdóttir, skipuð án tilnefningar
- Lilja Gunnarsdóttir, skipuð án tilnefningar
- Magnús Skúlason, skipaður án tilnefningar
Húsafriðunarnefnd 2005 - 2009
Með bréfi menntamálaráðuneytis 5. desember 2005 var húsafriðunarnefnd skipuð þannig frá 15. nóvember 2005 til 14. nóvember 2009:
- Þorsteinn Gunnarsson, formaður, skipaður án tilnefningar
- Pétur H. Ármannsson, varaformaður, tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
- Einar Njálsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Nikulás Úlfar Másson, skipaður án tilnefningar
- Guðmundur Þór Guðmundsson, skipaður án tilnefningar
Varamenn voru:
- Gylfi Guðjónsson, tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
- Ingunn Guðmundsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Júlíana Gottskálksdóttir, skipuð án tilnefningar
- Guðrún Kristinsdóttir, skipuð án tilnefningar
- Lýður Pálsson, skipaður án tilnefningar