Fara í efni

14. desember - Arfabót á Mýrdalssandi

Rústirnar í Arfabót árið 2020. ©Fornleifafræðistofan.
Rústirnar í Arfabót árið 2020. ©Fornleifafræðistofan.

Arfabót á Mýrdalssandi

Markmið rannsóknarinnar í Arfabót er að rannsaka formfræði húsakynna og lífsviðurværi fólksins sem bjó í Arfabót. Einnig er ætlunin að kanna áhrif Kötlugosa á byggðina á Mýrdalssandi en Katla hefur gosið mörgum sinnum á sögulegum tíma og áhrif gosanna á byggðina í næsta nágrenni hefur verið mikil. Annað markmið rannsóknanna í Arfabót er að grafa fram síðasta skeið bæjarins, sem er sérstaklega vel varðveittur, og hafa hann til sýnis þeim sem áhuga hafa á að skoða slíkan bæ. Rannsóknin hefur leitt í ljós að bærinn sýnir greinileg merki þess að vera á fallandi fæti talsvert áður en hann er að endingu yfirgefinn, líklega í byrjun 15. aldar. Form híbýlanna voru hefðbundin talsvert fyrir eyðinguna, en á lokaskeiðinu voru þau það alls ekki. Bæjarhúsin samanstanda af skemmu, stofu, eldhúsi, skála og búri, ásamt göngum og mögulegri smiðju, en vestur af bænum er heystæði, fjós og hlaða og sunnanmegin stendur kirkja og kirkjugarður. Gripir sem hafa fundist við rannsóknina eru m.a. snældusnúður úr rauðum sandsteini, leirkersbrot, pottbrot, hnífur, næla og kotrur.

Stjórnandi: Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofan.

 

Flogið yfir rústirnar:

Arfabót

 

Skýrslur rannsóknarinnar

2013 - Arfabót I

2017 - Arfabót II

2018 - Arfabót III

2019 - Arfabót IV

2020 - Arfabót V

2021 - Arfabót VI

2022 - Arfabót VII

2023 - Arfabót VIII

Þessi færsla er unninn upp úr gögnum sem skilað er inn við lok hvers rannsóknarárs.