Fara í efni

22. desember - Landnám og nýting sjávarauðlinda á Ströndum

Loftmynd af Sandvík árið 2021. ©Fornleifastofnun Íslands ses.
Loftmynd af Sandvík árið 2021. ©Fornleifastofnun Íslands ses.

Minjastaðir við sjávarsíðuna eru í stöðugri hættu vegna ágangs sjávar og ofsakennds veðurfars. Björgunarrannsóknir á Ströndum hófust árið 2018 í Sandvík þar sem var m.a. að finna öskuhaug frá 10.öld sem var að fara í sjóinn og undir honum var einkar vel varðveitt timburbygging. Markmið rannsóknarinnar eru m.a. að skera úr um hvenær land var fyrst numið á Ströndum og hvort staðirnir við sjávarsíðuna hafi upphaflega verið nytjastaðir nýttir á árstíðabundnum grundvelli. Eða hvort föst búseta sé samtíða eða yngri. Einnig að fá innsýn inn í líf og lífskilyrði þeirra sem sóttu og verkuðu auðlindirnar. Til þessa hafa rannsóknir farið fram í Sandvík, Hvítsöndum, Bjarnarnesi og Búðarvogi.

Í Sandvík var lítið smábýli/nytjastaður sem byggði afkomu sínu að mestu á sjávarútvegi ásamt því að halda lítinn stofn húsdýra. Fiskur var unninn á staðnum og fluttur á brott, lýsi var brætt í lýsisgryfju og vísbendingar eru um vinnslu á textíl. Á Hvítsöndum eru þrjár verbúðir, tvær af þeim voru grafnar upp og eru frá 10. öld. Stærri búðin líktist helst lítilli skálabyggingu með eldstæði fyrir miðju og röð stoða meðfram sitthvorum langvegg. Þar hefur um 6-8 manna áhöfn getað dvalið en þó við þröngan kost. Sú minni er nánast ferhyrnt og tvískipt með hlöðnu eldstæði upp við suðurvegg. Þar hafa í mesta lagi tvær manneskjur geta dvalið en hlutverk hússins kann að hafa verið eldhús. Auk fornleifauppgraftar voru mældar upp um 30 litlar gryfjur sem tengjast sennilegast lýsisframleiðslu. Í Búðarvogi er verstaða frá 18. öld en einnig eldri búðir sem hafa verið aldursgreindar til 10. aldar. Ein búð hefur verið rannsökuð að hluta til en einnig voru tvær gryfjur rannsakaðar.

Rannsóknin hefur sýnt fram á umfangsmikla árstíðabundna búsetu við sjávarsíðuna. Fjölbreyttar sjávarauðlindir voru verkaðar og nýttar. Þrátt fyrir þröng búsetuskilyrði þá virðist fólk hafa verið vel haldið ef marka má dýrabeinin á svæðinu.

Rannsóknin er samstarfsverkefni Háskólasafnsins í Bergen, Fornleifastofnunar Íslands ses. og Háskólasafnsins í Stavanger.

Stjórnandi rannsókna: Lísabet Guðmundsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses.

 

Myndband um rannsóknir á Ströndum

Kjalfar

 

Þrívíddarlíkan af hlaðna eldstæðinu á Hvítsöndum

Sandvík 2020, stone built hearth 3D model by Howell Roberts

 

Skýrslur rannsóknarinnar

2018 - Landnám og nýting sjávarauðlinda á Ströndum

2020 - Landnám og nýting sjávarauðlinda á Ströndum

2021 - Landnám og nýting sjávarauðlinda á Ströndum

2021 - Landnám og nýting sjávarauðlinda á Ströndum

2022 - Landnám og nýting sjávarauðlinda á Ströndum

Þessi færsla er unninn upp úr gögnum sem skilað er inn til Minjastofnunar við lok hvers rannsóknarárs.