Ársfundur Minjastofnunar 2020 - dagskrá og skráning
Ársfundur Minjastofnunar Íslands verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember næstkomandi kl. 9. Fundurinn fer fram á vefforritinu Zoom.
Á dagskrá eru erindi sem tengjast árlegri minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar, en á fundinum verður upplýst hver hlýtur viðurkenninguna þetta árið.
Dagskrá:
Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar setur fundinn
Ásta Hermannsdóttir verkefnastjóri hjá Minjastofnun tekur við fundarstjórn
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra flytur ávarp og veitir minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar 2020
Pétur H. Ármannsson arkitekt og Guðný Gerður Gunnarsdóttir minjavörður Reykjavíkur og nágrennis hjá Minjastofnun: Handhafi minjaverndarviðurkenningar. Helstu verkefni á sviði húsverndar – stutt yfirlit
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum: Auðunarstofa, Hóladómkirkja og Kirkjur Íslands
Kaffipása
Stefán Örn Stefánsson arkitekt: Bessastaðakirkja rannsókn á innri gerð og tillögur að endurbótum
Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar: „Á Hólum er ein herleg brík“
Fundi slitið um kl. 10:30
Skráning á fundinn fer fram hér. Það er ekki nauðsynlegt að skrá sig með margra daga fyrirvara en þó gott að ljúka því af áður en fundur hefst kl. 9 á fimmtudagsmorgun. Eftir skráningu berst tölvupóstur með auðkennisnúmeri fundarins (Meeting ID).