Fara í efni

Ársfundur Minjastofnunar Íslands

Ársfundur Minjastofnunar Íslands 2018 verður haldinn á Hótel Sögu, salnum Kötlu, miðvikudaginn 28. nóvember. Boðið verður upp á morgunverð og hefst hann kl. 8:00. Fundurinn hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 12:00. 
 
Auk erinda og umræðu í tengslum við meginefni fundarins verður veitt viðurkenning fyrir ötult starf í þágu minjaverndar.  

Meginefni fundarins er: Vernd jarðfastra menningarminja - Hvað getum við gert betur til að tryggja vernd jarðfastra menningarminja (fornleifa, húsa og mannvirkja)? Erindin sem flutt verða fjalla öll um tengsl  viðkomandi stofnana/aðila við Minjastofnun Íslands og lög um menningarminjar og þá snertifleti og þau sameiginlegu verkefni og áskoranir sem til staðar eru.  

 
Dagskrá: 
 
08:00 – Morgunverður hefst 
 
08:30 – Forstöðumaður Minjastofnunar, Kristín Huld Sigurðardóttir, setur fundinn og flytur inngang 
 
08:50 – Minjaverndarviðurkenning veitt 
 
09:00 – Umhverfisstofnun – Hildur Vésteinsdóttir 
 
09:15 – Skógræktin – Sæmundur Þorvaldsson 
 
09:30 – Landgræðslan – Arna Björk Þorsteinsdóttir
 
09:45 – Hlé 
 
09:55 – Mannvirkjastofnun - Aldís Magnea Norðfjörð
 
10:10 – Fulltrúi skipulags- og byggingarfulltrúa – Arinbjörn Vilhjálmsson 
 
10:25 – Skipulagsstofnun – Hafdís Hafliðadóttir 
 
10:40 – Inngangur að pallborðsumræðum 
 
10:50 – Pallborðsumræður (Fulltrúar frá: Minjastofnun Íslands, Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga) 
 
 
Skráningu á fundinn er lokið.