Auglýst eftir umsóknum í fornminjasjóð
Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr fornminjasjóði fyrir árið 2019.
Hér má nálgast eyðublöð vegna umsókna.
Umsækjendum er bent á að lesa vel allar þær leiðbeiningar sem koma fram fram á eyðublaðinu, bæði í upphafi þess og neðanmáli.
Síðasti dagur til að skila umsóknum er 10. janúar 2019. Ekki verður tekin afstaða til umsókna sem berast eftir það.
Hlutverk fornminjasjóðs er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornminjum, sbr. reglur nr. 578/2014. Úthlutað er styrkjum til eftirfarandi verkefna:
• Rannsókna á fornminjum (fornleifum og forngripum)
• Miðlunar upplýsinga um fornminjar
• Varðveislu og viðhalds fornminja
Sjóðnum er jafnframt heimilt að veita styrki til viðhalds annarra menningarminja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi, t.d. minja sem njóta ekki friðunar á grundvelli aldurs en teljast hafa varðveislugildi, svo sem skipa, báta og annarra samgöngutækja. Við næstu úthlutun verður sérstaklega horft til umsókna er lúta að frágangi og skilum gagnasafna úr fornleifarannsóknum framkvæmdum fyrir gildistöku núgildandi laga um menningarminjar.
Reglur um úthlutun úr fornminjasjóði má finna hér .