Bókafregnir
Í riti um Gísla Halldórsson arkitekt er fjallað um starfsævi Gísla í máli og myndum frá árinu 1940 til ársins 2004 ásamt sögu teiknistofu hans. Gísli gefur bókinu út, en að bókinni með honum vann Margrét Leifsdóttir arkitekt, barnabarn Gísla. Hildigunnur Gunnarsdóttir sá um hönnun bókarinnar og Vigfús Birgisson um ljósmyndir.
Í bók um Manfreð Vilhjálmsson arkitekt er yfirlit yfir verk hans í rúm 50 ár. Ljósmyndir Guðmundar Ingólfssonar gefa bókinni sérstakt gildi. Halldóra Arnardóttir og Pétur H. Ármannsson eru höfundar texta og þau ritstýra jafnframt bókinni. Auk þess skrifar Aðalsteinn Ingólfsson grein í bókina. Inngangsorð eru Vigdísar Finnbogadóttur og eftirmáli Styrmis Gunnarssonar. Textar bókarinnar eru bæði á íslensku og ensku.
Húsafriðunarsjóður veitti styrki til útgáfu beggja bókanna.